Ég hugsa upphátt!

Ég hugsa upphátt!

Ég hugsa upphátt! haus 1

Upp, niður og veikindi!

28. febrúar 2016 · Engin ummæli

Fyrstu tvær vikurnar gengu æfingar allar eins vel og hugsast gat.  Ég náði að halda góðum sjó og allt virðist ætla að ganga upp.  Í þriðju vikunni skeði það að ég varð flensunni að bráð eins og flestir aðrir.  Það tók mig fjóra daga í veikindum sem voru ekki vel þegnar hér á bæ.  Enda fannst mér það súrt í broti að sjá á eftir einni æfingar viku fara hreinlega í ekki neitt.  Í fjóru viku ákvað ég að klára vikuna sem ég var byrjaður á þegar ég veikstist.  Það gekk frekar illa vegna hóstakasta sem gerðu mér lífið leitt.  Kostaði það oft að ég þyrfti að kasta mér af brettinu svo ég hreinlega færi ekki útaf því vegna hóstakastanna.  En ég kláraði þessa viku en ekki eins vel og ég vildi.  En samt sem áður skilaði ég því magni í hús sem ég setti mér í upphafi.  En gæði æfinga var og er misgott þessa vikuna.  Ég vona að rólega vikan sem er framundan verði betri og að þessi blessaði hósti fari að koma sér til síns heima.  Það er að segja ef hann á einhvers staðar heima blessaður!  Ég lít björtum augum á komandi viku og vona að ég geti gert betur en í þeirri síðustu.  Svo er ég búinn að panta það að vera ekki veikur fyrr en eftir langan X tíma.  En núna hugsa ég með tilhlökkun til næstu æfingarviku!

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Sáttur með janúarmánuð!

31. janúar 2016 · Engin ummæli

Síðustu tvær æfingarvikur hafa gengið ljómandi vel.  Öll mín plön gengu upp og vel það.  Æfingarnar gengu ljómandi vel og gott skrið á mér.  Gaman að sjá tölurnar yfir janúar.  105,2 km miðað við 95,8 km í janúar í fyrra.  Hlaup þessa mánaðar voru 12 en í fyrra 18.  Meðalhraði í þessum mánuði er 9,9 en í fyrra var hann 10,1 svo það munar um þessi – 0,2.  Ég hef hlaupið lengra í janúar í ár en á sama tíma í fyrra.  En það er alltaf gaman að komast yfir 100 km múrinn.  Næstu tvær vikur verða erfiðar en ég ætla mér að standa mig og gera mitt besta.  Ég er bara bjartsýnn á komandi vikur enda meiðslin minni og vonandi helst það áfram.  Nú er bara að berja niður þyngdina og verða léttari á fæti.  En þá þarf ég að laga 3 þætti í mínu mataræði og gangi það upp þá fer vigtin að síga niður á við.  En ég er bjartsýnn fyrir fyrstu 2 vikum febrúar 2016!

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Ágætis byrjun!

16. janúar 2016 · Engin ummæli

Fyrstu tvær æfingarvikurnar eru að baki þetta árið. 6 hlaupaæfingar voru teknar og skiluðu þær inn 51,3 kílómetrum. Allt er samkvæmt áætlun hjá mér. Fyrir utan þyngdina sem ég þarf að vinna betur í. Einnig hef ég verið duglegur að lyfta og gera styrktaræfingar. Einnig er ég farinn að nota þrekhjól til að auka þolið. Ég er ánægður með þá breytingu sem ég gerði en það er að gera teygjuæfingar fyrir og eftir hlaup. Ég vonast þannig til að hnén nái sér þannig að ég finn ekki fyrir neinu. Næsta vika verður erfiðari en þá lengist hjá mér lengra hlaupið og tempóhlaupið. En síðan mun ég hlaupa fjórðu vikuna eins og viku tvö til að líkaminn fái hvíld. Einnig mun ég hlaupa á rólegri hraða en venjulega. Ég er mjög bjartsýnn á þetta ár og vonandi næ ég þeim markmiðum sem ég setti mér í byrjun. En núna er að ná orkunni til baka eftir langhlaupið í gær og vera ferskur á mánudaginn kemur. Svo það er bara að hafa tærnar upp í loft þangað til.

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Gleðilegt nýtt ár!

3. janúar 2016 · Engin ummæli

Ég var að skoða tölur um hlaupin mín á árinu 2015 sem er nýlokið. Margt er jákvætt þrátt fyrir að hafa átt við meiðsli þetta ár sem gerði mér erfitt fyrir. Ég skoðaði tölur frá árinu 2014 og 2015 og bar þær saman. Þær sína margt jákvætt sem ég get vonandi byggt á á þessu nýhafna ári 2016. 2014 – 1265,3 km – 130:10:01 tími – 166 hlaup og meðalhraðinn 9,72. 2015 – 1383,4 km – 141:45:57 tími – 177 hlaup og meðalhraðinn 9,76. 118,1 km fleiri en árið 2014 sem er ánægulegt og bæting. Meðalhraðinn hækkaði um 0,4 og það er bæting sem ég fagna mjög. Enda vill maður geta hlaupið hraðar en árið þar á undan. Hlaupin urðu 11 fleiri en árið á undan sem er plús því á tímabili hélt ég að ég myndi ekki ná 166 hlaupum eins og 2014. Auk þess varð tíminn meiri en 2014 eða 31:35:56 betur. Svo ég skila af mér árinu 2015 með glöðu geði. Á árinu 2015 hef ég lært og vonandi skilar það nám sér inn í árið 2016. Ég er mjög bjartsýnn og vona að ég geti bætt mig meira árið 2016. Gleðilegt hlaupaár!

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Svona og svona!

16. desember 2015 · Engin ummæli

Í síðustu viku komst ég aðeins á eina hlaupaæfingu. Hún gekk bara vel og nærði vel huga. Þó svo að það hafi verið aðeins 7 kílómetrar. Það var gott að hlaupa og engir verkir. Enda teygði ég á fyrir hlaupið og á eftir. Ég lyfti einn daginn og á fimmtudaginn tók ég góðar teygjuæfingar. Með þeim tók ég göngu, stígvél og hjól. Sem er bara ágætis blanda. Ég ætlaði mér að taka góða hlaupaæfingu á föstudaginn en þá fékk ég vott af flensu og varð orkulítill. Ég vona að ég fái ekki vott af flensu aftur svo ég geti einbeitt mér að því sem ég er að gera. Ég er farinn að setja niður markmið mín fyrir árið 2016. Það eru mörg hlaup sem mig langar að taka þátt í. En þá verða fætur að vera í lagi og ég að æfa af skynsemi en ekki vitleysu eins og oft vill verða hjá mér. En nú er bara að spýta í lófa og gera betur næstu daga og láta verkin tala! Nú er bara að krossa putta og vona að verkir haldi áfram að vera litlir sem engir og vona það besta!

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Eymsli og kvíði!

30. nóvember 2015 · Engin ummæli

Síðasta vika var fremur róleg hjá mér. Aðeins 22,9 km. En þessa viku var hvíldartímabil. Vikuna þar á undan tók ég 30,3 km sem er það mesta. Nóvember hefur skilað af sér 121,7 kílómetrum, hlaupin urðu alls 13 og meðalhraðinn 10,02 sem ég er sáttur við. Síðustu tvær vikur hafa verið mér erfiðar. Ég á í eymslum með hnén en þó sérstaklega það hægra megin. Sem veldur því að þetta er komið á sálina. Samt er ég að leita allra ráða til að hnéð verði nú betra. En í síðustu viku ákvað ég að tala við lækni og ég fer í myndatöku við fyrsta tækifæri. Samt sem áður er það gott að ég er alltaf fullur tilhlökkunar að komast á æfingu og hreyfa mig. Ég finn ekki fyrir eymslum á hlaupum svo skrítið sem það nú er. En svo smellur í því þegar ég fer upp í bíl eða úr bíl, geng upp og niður tröppur eða geri venjulegar fótaæfingar. Svo ég nefni nú eitthvað. En ég vona að nýjasta útspil mitt fari að virka eftir tvær vikur. En þangað til er bara eitt að gera og það er að krossa putta!

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Þreyta og eymsli!

15. nóvember 2015 · Engin ummæli

Síðustu tvær vikur hafa gengið mjög vel. Allt hefur gengið upp ef frá er talin eymsli í fótum. Hlaupamagnið hefur hækkað rólega þessar tvær vikur. Vikan sem framundan verður sú síðasta sem hlaupamagnið hækkar áður en ég tremmi mig niður í vikuna þar á eftir. Eða svo kölluð hvíldarvika með minna hlaupamagni. Ég ætlaði að koma þeim sið hjá mér að teygja á eftir hlaupin og jafnvel rúlla. En einhverra hluta vegna gleymdi ég því. Ég ef náð að létta mig um 2,9 kg á þessum tveimur vikum. Ég finn að fyrir vikið er ég að hlaupa léttar og vonandi kemur það fótum mínum til góða. Ég vona bara að ég haldi áfram að léttast því það er jú alltaf þannig að maður fitnar yfir þessi jól. Þau eru á bak við hornið eins og flestir vita. Ég er bjartsýnn á næstu tvær vikur og hlakka til að takast á við þær. Einnig ætla ég að halda áfram að lyfta og styrkja mig en ég gerði það ekki í síðustu viku. En það útskýrir bara þreytu í mér en vonandi er sú þreyta farinn.

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Hér er ég!

30. október 2015 · Engin ummæli

Síðasta vika var mjög góð hjá mér. Kláraði kílómetramagnið sem var hærra en vikuna þar á undan. Þessa viku tók ég minna kílómetramagn en kláraði það líka. 119,3 kílómetrar í október er bara gott því á síðasta ári í október náði ég ekki 100 kílómetrum. Næsta vika verður erfið því þá eykst kílómetramagnið aftur. Ég hef engar áhyggjur af því og hlakka til að takast á við það. Það sem ég hef mestar áhyggjur af í augnablikinu er að þrátt fyrir stífar æfingar þá er ég að þyngjast. Til að ná góðum dampi í hlaupum þarf maður að vera léttur. Kannski er ég að lyfta of mikið? Hvað veit ég! Mig grunar þó mest að mataræði mitt sé ekki nógu gott. En hvað sem þessu nú veldur þá er þetta einu áhyggjurnar sem ég hef. En ég ætla að nota þessa helgi til að liggja undir feld og hugsa þetta mál ofan í kjölinn. Það er að segja ef ekki er gat á honum.

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

tvær góðar vikur!

16. október 2015 · Engin ummæli

Ég hef verið svo lánsamur að geta klárað allar æfingar mínar eins og ég hef lagt þær upp. Ég hef náð að auka hlaupamagnið frá viku til viku. Mér hefur tekist að stöðva þyngdarblæðinguna og farið aðeins niður þessa viku. Ég ætaði mér að taka þátt í hlaupi á fimmtudaginn en maginn var að stríða mér. Auk þess var ég ekki í stuði til þess að keyra langar vegalengdir til að hlaupa og heim aftur. Auk þess sem mín vinna er ekki að sitja heldur þarf ég að standa 8 tíma á dag í minni vinnu. Svo ég er bara þakklátur fyrir það að maginn var að stríða mér. Næsta vika verður strembin en þegar henni líkur kemur róleg vika. Ég ætla að halda áfram að reyna að létta mig og bæta matardæmið mitt. Auk þess þarf ég að hugsa um markmið sem ég vil ná bæði hvað þyngd mína varðar og hlaupamarkmið. En ég er bara í heildina sáttur með þessar tvær vikur!

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað

Mjakast áfram!

1. október 2015 · Engin ummæli

Undanfarið hef ég verið að smá auka hlaupamagnið í hverri viku. En þessi vika er róleg vika og æfi ég svipað og í fyrstu æfingarviku. Ég missti tvo æfingardaga úr í síðustu viku. Sem ég er ekki ánægður með en óvæntir hlutir koma af og til inn í æfingarferlið! Við því má alltaf búast þó maður vildi vera laus við það. Ég þarf að hugsa betur um mataræðið til að létta mig til að geta hlaupið hraðar. Ég er með nokkur hlaupaverkefni í skoðun og vonandi rætist eitthvað þeim. Fyrir utan þetta er ég á ágætisróli.

→ Engin ummæliFlokkun: Óflokkað